Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 00:07:02 (7032)


[00:07]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Hæstv. fjmrh. lýsti því yfir úr ræðustól að hann vonaðist til að við eignuðumst ríkisendurskoðun sem hægt væri að treysta. Í reynd var hann að segja að við ættum ríkisendurskoðun sem ekki væri hægt að treysta. Sjálfstfl. skipaði þann mann sem stýrir þeirri stofnun í dag. Stór hópur undirmanna eru komnir úr fjmrn. Þetta er einhver mesta ósvífni sem ég hef heyrt úr ræðustól á Alþingi Íslendinga.
    Hæstv. ráðherra ætti að vita að íslenska þjóðin bíður eftir því að eignast ráðherra sem hægt er að treysta. Það er stóra málið.