Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 01:18:05 (7044)


[01:18]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra foreti. Ég tel að þar sem Haraldur Haraldsson í Andra er í málaferlum við hæstv. sjútvrh. þá sé rétt að dómstólar úrskurði en menn séu ekki hér með einhvern úrskurð í því máli út af fyrir sig. En ég undirstrika það sem stendur neðst á bls. 8 í skýrslu Ríkisendurskoðunar: ,,Þegar á heildina er litið telur Ríkisendurskoðun að hvorugt tilboðanna í hlutabréf í SR-mjöl hf. hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett höfðu verið í útboðsskilmálunum.``
    Þá tel ég rétt að það komi fram enn einu sinni að undir slíkum kringumstæðum átti að óska eftir nýjum tilboðum. Og þá var að sjálfsögðu Akureyrarbær sjálfkrafa aftur inni í myndinni.
    Herra forseti. Það er talað um að 15--20% arður hafi verið það sem lagt var til grundvallar. Fjmrh. talar um 5% ávöxtun ríkisskuldabréfa. Segir það ekki dálítið um verðmatið á fyrirtækinu?