Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 01:19:55 (7045)


[01:19]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Hafi einhver efast um að núv. eigendur uppfylltu þær kröfur sem gerðar voru um fjárhagslegan styrk þegar samningurinn var gerður hefur reynslan leitt hið sanna í ljós. Hún hefur sýnt að þeir eru traustir kaupendur, hafa staðið í skilum með sínar greiðslur, og ekki minnsta ástæða til að ætla annað, og skapað traust og öryggi um rekstur fyrirtækisins, bæði gagnvart starfsmönnum og viðskiptamönnum.