Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 01:22:40 (7047)


[01:22]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það er vissulega rétt hjá hv. þm. að ríkið áskildi sér allan rétt til að hafna öllum tilboðum og fresta sölunni en það var ekki ástæða til þess þegar fyrir lá að það var traustur kaupendahópur fyrir hendi sem fullnægði þeim markmiðum að um dreifða eignaraðild og þátttöku heimamanna og starfsmanna væri að ræða og hópurinn var eftir viðræður reiðubúinn að kaupa fyrirtækið á sanngjörnu verði. Við þær aðstæður var ekki tilefni til að beita þeim fyrirvara.