Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 01:23:19 (7048)



[01:23]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það þýðir víst ekki að ræða þetta við ráðherrann, hann er svo ánægður með þennan samning.
    En ég vil koma að öðru atriði. Hæstv. ráðherra sagði að hvergi hefði komið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hefði verið um of lágt verð að ræða á fyrirtækinu. Það stendur hér og það hafa margir þingmenn lesið það fyrir hæstv. ráðherra í dag: ,,Samanburður á mati tilboðsgjafa á framtíðartekjuvirði SR-mjöls hf. og mati VÍB bendir til að verðmæti fyrirtækisins hafi verið hærra heldur en endanlegt kaupverð.``
    Ég veit ekki hve oft þarf að lesa þetta fyrir hæstv. ráðherra til þess að hann átti sig á því að þarna er Ríkisendurskoðun að segja það skýrum orðum að hún telji að fyrirtækið hafi verið selt fyrir of lágt verð.