Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 03:19:47 (7086)


[03:19]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég taldi mig heyra það rétt hjá hv. þm. Pálma Jónssyni að hann væri ósáttur við þetta frv. eða það sem hann hefði athugasemd við væri miðstýringin sem fælist í því að ráðherra hefði svo mikið reglugerðarvald. Ég fyrir mitt leyti sé ekki að mikið hafi breyst frá upphaflegu frv. þótt það sé komið inn ákvæði um að það skuli hafa samráð við ráðgjafarnefnd því það er ekkert sem segir að eftir því skuli farið. Það er ekki kveðið sterkt að orði um þetta og við þekkjum það alveg úr slíkri löggjöf og slíkum ákvæðum að þó það sé ákvæði um samráð þá þýðir það ekki endilega að það sé farið eftir þeim ábendingum sem í samráðinu koma fram.