Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 17:01:58 (7126)


[17:01]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. 4. þm. Vesturl. sagði í sinni ræðu að það yrði að koma í veg fyrir að allt að helmingurinn af afla sem tekinn er á Breiðafirði og Faxaflóa sé keyrður á önnur landshorn til vinnslu. Nú ætla ég ekki að taka afstöðu til þessa í andsvari mínu núna hvort þetta er skynsamlegt eður ei en ég vil spyrja hv. þm. hvernig hann hann ætlar að koma í veg fyrir að þetta gerist.