Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 17:11:44 (7132)


[17:11]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er rétt að mér er alls ekkert sama í hvaða tóntegund menn tala um stjórn fiskveiða. Ég tek undir það sem segir í okkar nál., við framsóknarmenn berum vissulega ábyrgð í þessu máli. Og mér er ekki sama um þau skemmdarverk sem núna er verið að vinna á stjórn fiskveiða. Mér er ekki sama um það. ( GHall: Það eru engin skemmdarverk.) Það eru hrein skemmdarverk, hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson, og meira að segja á þeim mönnum sem hafa stutt þig til að komast hér inn á Alþingi. Það er hægt að bæta því við, hv. þm. Gísli Einarsson, og spyrja, vegna þess að það er þungamiðjan í málinu sem hér er verið að fjalla um í dag: Styður hv. þm. þetta frv.? ( Gripið fram í: Hann á eftir að gera það upp við sig.) Ég held að það hafi ekki verið hægt að skilja orð hans svo að hann muni skilja það. Hann sagði: Ja, ég reika með því. Svo sagði hann í lokin: Ja, ég er ekki viss um það. Nú væri fróðlegt að fá að vita: Ætlar þingmaðurinn að styðja þetta frv.?