Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 22:03:37 (7176)


[22:03]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er því miður þannig að menn verða að halda sig við að trúa einhverju í þessu, tölurnar eru nefnilega ekki til. Ég hef spurt eftir þeim, ég hef beðið um það niðri í Fiskifélagi hvað eftir annað að fá tölur um þessa hagkvæmni, fá það reiknað út. Þær tölur eru ekki til. Það sem ég var mest undrandi á var að eftir að menn lögðu fram tvíhöfðaskýrsluna, þetta stórkostlega gagn í höndum manna, þá er ekkert í henni um þessa hagkvæmni. Menn gátu ekki farið yfir það og skoðað hvernig kvótakerfið hefði stuðlað að hagkvæmni í útgerðinni. Ég held að það væri full ástæða til þess og ég hef sagt það svo oft áður að það er kannski ekki ástæða til þess að vera sífellt að endurtaka það, en það hlýtur að koma að því að menn skilji að það er nauðsynlegt að sanna fyrir mönnum að kvótakerfið skili þessum arði sem verið er að tala um. Það er ekki nóg að mæta í einhverjum ræðustólum og halda því fram. Það þarf að sanna það með einhverjum öðrum hætti.