Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 22:40:04 (7179)


[22:39]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er satt að segja alveg hissa á að svo glöggur og greindur maður og hv. 5. þm. Vestf. skuli bera svona röksemdafærslu á borð vegna þess að það er náttúrlega ekkert sambærilegt að tala um framsal í kerfi á fyrstu árum kvótakerfisins og nú, þegar við vorum að veiða yfir 300 þús. tonn af þorski en veiðum innan við 200 þús. tonn núna. Þetta er náttúrlega ekkert sambærilegt. En en að öðru leyti ef hv. 5. þm. Vestf. sér beinu brautina í þessu kerfi þá skal ég stoppa við vegamótin og horfa á hana og vita hvort hún er fær ef ég er á einhverri villubraut í málinu. En það er staðreynd að ég held að enginn hafi séð hinn beina og breiða veg í þessu máli. Það sé nú tilfellið.