Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 23:56:21 (7188)


[23:56]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Í grg. með þeim tillögum sem hv. þm. leggur fram þá getur hann þess ekki að það er hér ályktun Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar sem leggja afar mikla áherslu á að þeir fái að vinna og lifa í því kerfi eins og það er nú, en ekki á klafa þess kvótakerfis sem er núna hvar fiskvinnsla og útgerð hafa spyrst saman með 80% þess afla sem landað er hér.