Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:05:59 (7198)


[00:05]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Stefán Guðmundsson vakti hér athygli á þáltill. sem hann flutti fyrir nokkuð löngu síðan um nýtingu auðlindanna. Ég verð að segja, virðulegi forseti, að það er nokkur kokhreysti af hv. þm. að rifja þessa tillögu upp vegna þess að hún virðist ekki hafa verið samþykkt. Alla vega hefur ekki verið farið eftir henni allan þann áratug sem framsóknarmenn fóru með sjávarútvegsmál fyrir þjóðina því að nær allan þann tíma var gengið á þorskstofninn og þess vegna stöndum við frammi fyrir þeim vanda sem við erum í í dag og verðum að gera breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða til að standast þá raun sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna ástands þorskstofnanna. Ég tel alveg nauðsynlegt að hv. þm. geri sér grein fyrir þessu og þær brtt., sem hér er verið að fjalla um, við lögin um stjórn fiskveiða, snúast um þá vörn sem við erum í eftir þann framsóknaráratug sem m.a. hv. þm. ber ábyrgð á.