Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:10:19 (7203)


[00:10]
     Árni Johnsen :
    Virðulegi forseti. Það er auðvitað óþolandi að hv. þm. Stefán Guðmundsson skuli væna mig um það í ræðu þar sem ég á ekki kost á að svara honum ( Gripið fram í: Þú ert að svara.) í andsvari að ég sé ekki að fylgjast með þessari umræðu. Ég ætlast til þess að hv. þm. sýni fram á og sanni að ég hafi ekki fylgst með þeirri umræðu sem hér hefur átt sér stað í dag. ( Gripið fram í: Það er þitt að sanna það.) Það er bara rétt að þingmaðurinn leggi það á borðið og standi við þau orð sem hann segir. ( SJS: Þingmaðurinn hefur ekki sést hér í allan dag.)