Störf og starfshættir umboðsmanns Alþingis

150. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 13:17:27 (7233)


[13:17]
     Frsm. allshn. (Gísli S. Einarsson) :
    Frú forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um till. til þál. um breytingu á þál. frá 2. maí 1988, um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis, frá allshn.
    Nefndin hefur fjallað um málið sem felur efnislega í sér að umboðsmaður Alþingis hafi frest til 1. september ár hvert til að skila skýrslu um starf sitt til Alþingis í stað 1. mars. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með svofelldum breytingum:
    Í fyrsta lagi við 1. gr. Í stað ,,nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, með síðari breytingum`` komi: um þingsköp Alþingis.
    Í öðru lagi við 2. gr. Í stað ,,nr. 19/1991`` í a- og b-liðum komi: um meðferð opinberra mála.
    Hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir nál. rita. Sólveig Pétursdóttir form., Gísli S. Einarsson, Guðni Ágústsson, Björn Bjarnson, Ingi Björn Albertsson, Kristinn H. Gunnarsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson.