Tollalög

150. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 13:55:39 (7242)


[13:55]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það ber auðvitað að þakka það að hæstv. ríkisstjórn hefur sýnt lit á því í tíð núv. hæstv. iðnrh. að verja íslenskan skipasmíðaiðnað. Hins vegar duga þessar 40 millj., þó þær séu góðra gjalda verðar, óskaplega skammt í því að ráða við Norðmenn í þessu efni. Ég tel að það hafi orðið þáttaskil þegar hæstv. núv. iðnrh. tók eftir því að skipasmíðaiðnaðurinn í landinu stóð illa. Það gerði fyrrv. hæstv. iðnrh. ekki. Og það er ekki nema gott um það að segja að ríkisstjórnin reyni að rétta hlut hans en betur má ef duga skal.