Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 22:49:24 (7340)


[22:49]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get að mörgu leyti verið sammála hv. þm. Vilhjálmi Egilssyni um að það þurfi að skoða leigutekjur og skattlagningu þeirra. Ég tel það bara vera óskylt mál þó það komi e.t.v. til með að tengjast þessu síðar meir við framkvæmdina. En ég bara spyr: Hvers vegna hefur ekki hv. þm. beitt sér fyrir því að það væri endurskoðað í sambandi við það að ná til þeirra sem hér eru á svarta markaði hvað varðar leigutekjur? Þetta er mál sem hann sagði að allir í þjóðfélaginu vissu um en það hefur samt ekkert verið gert í því.
    Að öðru leyti vil ég spyrja hann --- hann lýsti hér yfir andstöðu við frv. --- er þetta ekki stjfrv.? Ber að líta svo á að hér sé ekki um stjfrv. að ræða sem stjórnarflokkarnir hafi orðið ásáttir um að styðja?