Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 23:28:44 (7360)


[23:28]
     Frsm. meiri hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Varðandi stuðning sveitarfélaga við leigjendur þá vil ég láta eftirfarandi koma fram.
    Stuðningur sveitarfélaga við íbúa sína vegna búsetu geta verið með eftirfarandi hætti. Um langan tíma hafa sveitarfélög lagt fram 10% í Byggingarsjóð verkamanna vegna félagslegra íbúða, einnig þeirra sem verða eignaríbúðir viðkomandi. Þeir byggja leiguíbúðir. Þeir greiða niður leigu, stundum mikið, stundum lítið. Ef þeir greiða hana lítið niður þá eiga sveitarfélög til að færa stuðninginn á framfærslu. Stuðningur, ef erfiðleikar eru hjá fólki sem býr á almennum markaði, er veittur í gegnum framfærslu og hann er misjafn og það eru misjafnar reglur hjá sveitarfélögunum. Þetta er mjög óvanalegt að sé samræmt og þessi þáttur sem ég hef hér talið upp mun væntanlega halda áfram hjá sveitarfélögunum en þau munu aðlaga þessa stuðningsþætti að því að það eru húsaleigubætur til staðar sem lækka þessa þörf að ákveðnu marki, aðeins að ákveðnu marki hvað varðar almenna markaði.