Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 23:37:39 (7367)


[23:37]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mesti misskilningur hjá hæstv. félmrh. að ég sé að leggja til frestun á þessu máli. Hæstv. félmrh. er að stefna þessu máli í tvísýnu með því að vilja ekki taka tillit til þeirra athugasemda sem hafa komið fram. Vegna þess að hæstv. ráðherra segir að Samband ísl. sveitarfélaga hafi verið búið að samþykkja þetta vil ég lesa hér upp bréf sem var sent frá sambandinu 28. janúar. Þar segir:
    ,,Í gær kl. 16.25 bárust Sambandi ísl. sveitarfélaga breytt drög að frv. til laga um húsaleigubætur, dags. 27. janúar og skilaboð frá félmrn. um að þess væri vænst að afstaða sambandsins til frumvarpsdraganna lægi fyrir kl. 15 í dag, daginn eftir.``
    Þessu var mótmælt af sambandinu og framkvæmdastjóri sambandsins óskaði eftir að hafa allan fyrirvara um að geta komið að breytingu og umsögn um frv. Síðan hefur komið umsögn um frv. og það er óskað eftir því að þetta verði ekki afgreitt núna. Ég held

að það þurfi ekki fleiri vitnanna við að stjórn sambandsins hefur óskað eftir góðu samstarfi og ég vænti þess að hæstv. félmrh. geti staðfest það hér.