Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

152. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 02:09:33 (7404)


[02:09]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég stend hér sem staðgengill umhvrh. til þess að leiðrétta hv. þm. Inga Björn Albertsson í þá veru að hér standi menn ekki til svara um það mál sem er á dagskrá. Það mun ég vitaskuld gera sem starfandi umhvrh. Á sama hátt er hér staðgengill formanns umhvn. sem mun standa til svara um þau atriði sem hér ber á góma eðli máls samkvæmt þannig að það eru engin efni til þess að fresta umræðu af þeim sökum sem hv. þm. nefndi.
    Hvað viðvíkur málefnum dagsins í dag, þá var það nú þannig að báðir þessir aðilar sem ég nefndi til sögunnar voru hér í þinghúsinu og voru reiðubúnir í þessa umræðu og eru það enn á þessum tíma dagsins, enda þekki ég hv. þm. fyrir annað en það að hætta leik þá hæst stendur eða í miðjum leik.