Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 11:31:28 (7452)


[11:31]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. þm. boðaði annað andsvar en gat þess að hann hefði tvær mínútur til umráða til að skýra sitt mál. Það blasir nú við að þær verða þá fjórar. Jafnframt var þagað yfir aðalatriðinu, að hv. þm. hefur rétt til að biðja um orðið tvisvar og hefur rétt þess vegna til að tala klukkustundum saman til að skýra þetta mál. Það verður þess vegna alls ekki hægt að fela sig á bak við að knappur tími gefist til þess að útskýra málið. Það er alger blekking. Nóttin er ung, það er morgunn enn, ( ÓRG: Ekki komið hádegi.) ekki komið hádegi.
    Hins vegar var þessi athugasemd að því leyti efnisleg og málefnaleg að það er rétt að Alþingi Íslendinga hefur tekið ákvörðun um að reyna að ná tvíhliða samningi. Það er ekki þar með víst að við náum honum, það er ekki þar með víst en það er stefnt að því að ná slíku og þá þarf að ýta út af borðinu hluta af þeirri vitleysu sem er í því sem gert hefur verið. Það vita það allir.