Úrbætur í málum nýbúa

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 12:31:41 (7469)


[12:31]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Erindi mitt í ræðustól er að þakka formanni menntmn. og hv. menntmn. fyrir afgreiðslu á þessum tveimur þáltill. sem ég er mjög sáttur við. Þær koma frá stjórnarandstöðunni og má segja að það sé söguleg staðreynd á Alþingi Íslendinga að það er því miður ekki alltaf sem formenn hafa þá víðsýni til að bera að þeir vilji láta mál njóta sannmælis ef þannig stendur á. En í þessu tilfelli hefur nefndin tekið á þessu af víðsýni og ég er þakklátur fyrir það.