Umboðsmaður barna

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 16:01:25 (7492)


[16:01]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé nokkuð skýrt hvað hér er átt við. Ég vitnaði áður í athugasemdir og skýringar með 2. gr. og það er nefndin sem samdi þetta frv. sem kemur fram með þær skýringar.
    Ég lét þess einnig getið að allshn. kemur með viðbót við 3. mgr. 2. gr. þar sem bætist við nýr málsliður þar sem tekið verði fram að umboðsmanni verði óheimilt að takast á hendur verkefni ósamrýmanleg starfi hans. Er hér sem dæmi átt við sæti í stjórn félags eða stofnunar sem fjallar um málefni barna eða t.d. rekstur uppeldisstofnunar og er þá oft um að ræða launalaus störf. Aðaláherslan liggur á því að það verði að passa upp á þetta þar sem verkefnið geti verið ósamrýmanlegt starfi hans.