Umboðsmaður barna

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 16:18:06 (7495)


[16:18]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Ef hæstv. forseti vill veita ákveðnum málum stuðning, þá ber hæstv. forseta að víkja úr forsetastóli og fela öðrum það sæti og mæta í ræðustól til að styðja þau mál. Þess vegna finnst mér mjög óeðlilegt ef forseti fer að ,,agitera`` fyrir afgreiðslu mála úr forsetastóli. Það er hreinlega út í hött og ég vona að forseti geri sér grein fyrir því að þessi hefð hefur verið í þinginu alla tíð. Ef forseti vill beita sér fyrir framgöngu ákveðinna mála, hvort sem það eru þingmannafrumvörp eða önnur, þá leiti forseti eftir því að fá annan til að sitja í forsetastólnum á meðan, en veiti málunum stuðning úr ræðustól á þinginu.