Húsaleigubætur

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 16:20:29 (7497)


[16:20]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Það mál sem hér er til umræðu er eitt af þeim forgangsmálum sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að lögfest verði á þessu þingi. Á því er engin breyting að lögð er áhersla á að frv. til laga um húsaleigubætur verði lögfest á þessu þingi. Hins vegar hefur ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir orðið sammála um eftirfarandi varðandi framkvæmd væntanlegra laga um húsaleigubætur:
    Gengið verði til viðræðna við forráðamenn sveitarfélaganna um undirbúning að framkvæmd laganna. Komi í ljós í þeim viðræðum að óhjákvæmilegt sé að gera breytingar á lögunum til að gera framkvæmd þeirra markvissari verða slíkar tillögur lagðar fram á haustþingi. Þá verða málefni Búseta sem rædd hafa verið í tengslum við lagafrv. skoðuð alveg sérstaklega áður en lögin um húsaleigubætur taka gildi um nk. áramót.