Lyfjaverslun ríkisins

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:00:28 (7508)

[17:00]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessu frv. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hafa staðið yfir viðræður við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Starfsmannafélag ríkisstofnana um hag starfsfólksins sem starfað hefur hjá þessu fyrirtæki. Þeim viðræðum er ekki lokið. Forustumenn þessara samtaka hafa farið fram á það við ríkisstjórnina að fresta afgreiðslu málsins en ríkisstjórnin hefur því miður ekki treyst sér til að verða við því. Ég tel að það sýni óbilgirni í garð þeirra sanngjörnu óska sem komið hafa fram frá opinberum starfsmönnum og því greiði ég atkvæði gegn frv.