Leikskólar

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:12:08 (7510)


[17:12]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands eru ákvæði annars vegar um það að hin lútersk/evangelíska kirkja skuli vera þjóðkirkja og hins vegar að það skuli ríkja trúfrelsi í landinu. Sú tillaga sem hér er flutt af hv. þm. Ólafi Þ. Þórðarsyni er einmitt í anda þessara stjórnarskrárákvæða þar sem annars vegar er í frv. gert ráð fyrir því að starf leikskólans hvíli m.a. á kristilegu siðgæði en hins vegar sé börnum af öðrum trúfélögum sýnt fullt umburðarlyndi. Ég tel það í rauninni stórkostlega varasamt, hæstv. forseti, að hafna tillögu af því tagi sem hér er flutt af hv. 2. þm. Vestf. Ég styð hana með þeim rökum að hún á í raun og veru beinlínis rætur í stjórnarskrá lýðveldisins.