Leikskólar

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:13:10 (7511)


[17:13]
     Petrína Baldursdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil lýsa þeirri skoðun minni að ég tel þessa brtt. á þskj. 1155 óþarfa. Í II. kafla frv. um leikskóla í 2. gr. er gert ráð fyrir með markmiðum m.a. að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna. Að efla kristilegt siðgæði barna og leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Stór hluti íslensku þjóðarinnar er kristinnar trúar. Gert er ráð fyrir með umburðarlyndi og víðsýni barna að kenna þeim að bera virðingu fyrir trú og lífsskoðunum annarra. Ég segi því nei.