Stjórn fiskveiða

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 17:46:23 (7516)


[17:46]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Þessari tillögu er ætlað að taka á þeim vanda sem kaup og sala aflaheimildanna skapar, þ.e. að ýmsar nytjategundir sem úthlutað hefur verið kvóta á veiðast ekki ár eftir ár í þeim mæli

sem tillögur standa til um frá Hafrannsóknastofnun. Hún hefur sömu markmið og það lagafrv. sem 16 þingmenn lögðu fram en hefur ekki hlotið afgreiðslu hér nú. Í tillögunni er þó gætt öryggissjónarmiða þannig að það er engin hætta á að veiðum yrði sleppt úr böndunum. Það vekur mikla athygli að þeir menn sem fluttu þá tillögu hér inn á þingið skuli greiða atkvæði gegn þessari tillögu.