Lyfjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:16:52 (7531)


[18:16]
     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Ég tel að þetta frv. sé óþarft. Það hefur að vísu heldur skánað í meðförum hv. nefndar, en hingað til hefur ekkert verið að lyfjadreifingu í landinu. Það er eins og önnur verk hæstv. heilbrrh., öll hafa þau verið heldur til óþurftar. Ein brtt. kemur frá nefndinni sem ég mun styðja en það er að lögin taki gildi frá 1. júní 1995. Sú er von mín að þá verði heilbrrn. bjargað undan núv. ríkisstjórn og ég mun ekki greiða atkvæði nema þessari einu tillögu við þessa atkvæðagreiðslu.