Lyfjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:25:38 (7533)


[18:25]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Með þessari grein í frv. um lyfjabúðir og lyfsöluleyfi er verið að hvetja til óheftrar samkeppni í lyfjasölu auk þess sem öll heilbrigðismarkmið eru þverbrotin í þessu kapphlaupi um markaðinn sem getur leitt til aukinnar lyfjaneyslu, en í dag er lyfjaneysla á Íslandi með því minnsta sem gerist í heiminum. Með þessari grein frv. er verið að draga úr þjónustu við landsbyggðina og hvetja til offjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu sem stuðlar ekki að lækkun lyfja. Ég segi nei.