Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:45:47 (7539)


[18:45]
     Ólafur Ragnar Grímsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Áður en atkvæðagreiðslan hefst ætlaði ég að beina fyrirspurn til starfandi umhvrh. í framhaldi af umræðum sem urðu í nefndinni. Nú er það þannig að umhvrh. er erlendis, sá sem gegndi fyrst fyrir hann er líka erlendis og sá sem nú gegnir hvarf úr salnum þannig að það er eiginlega ógerlegt fyrir mig, virðulegi forseti, að ljúka þessu nema fá starfandi umhvrh., hæstv. utanrrh., í salinn. ( Forsrh.: Hann er að tala í símann við viðskrh.) Hann mun vera að tala í síma við hæstv. viðskrh. samkvæmt upplýsingum hæstv. forsrh. þannig að þetta er nú orðið nokkuð flókið. En ég get komið hingað aftur, forseti, ef . . .  
    ( Forseti (SalÞ) : Það eru fleiri sem óska eftir að gera grein fyrir . . .  )
    Það er eiginlega ekki hægt að spyrja fleiri vegna þess að þetta eru tilmæli sem voru sett fram í nefndinni til starfandi umhvrh. (Forseti hringir.) Ég get þá beðið og komið aftur ef forseti leyfir.