Húsaleigubætur

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 19:31:13 (7551)

[19:31]
     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegur forseti. Fyrirvarar, brtt. og sérálit stjórnarandstöðunnar í félmn. lutu fyrst og fremst að þremur atriðum. Í fyrsta lagi að því að það væru óljós skil milli ríkis og sveitarfélaga í þessu frv. og það væri andstaða við málið hjá ýmsum sveitarstjórnum. Í öðru lagi að mikilvægt væri að taka á skattlagningu húsaleigutekna og reyna með því móti að örva útleigu íbúðarhúsnæðis. Í þriðja lagi að ekki væri nægilega vel séð fyrir réttarstöðu Búseta.
    Við lítum svo á að það hafi nú náðst fram mikilvægar lagfæringar á málinu með yfirlýsingu forsrh. og félmrh. sem lúta einmitt að þessum þremur atriðum. Við munum því styðja málið og kalla aftur þær brtt. sem við höfum lagt hér fram.