Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 09:40:25 (7569)


[09:40]
     Petrína Baldursdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég geri hér grein fyrir breytingartillögum frá meiri hluta umhvn. á þskj. 1267. Tilgangur þessara breytinga er að auðvelda framgang þessa máls á Alþingi og skapa breiðari sátt um það. Þessar tillögur felast í því að fallið er frá áður samþykktum brtt. umhvn. og farið er nær frv. eins og það var lagt fram og núgildandi löggjöf.
    Breytingar eru við 2., 6., 7. og 9. gr., og eru það mest orðalagsbreytingar, og breyting við 12. gr. sem er efnisleg breyting að því leyti að það þótti þrengja um of að veiðum vegna tjóns og veiðum almennra veiðimanna á ref þar sem friðun hefur verið aflétt.