Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 09:58:19 (7575)


[09:58]
     Frsm. minni hluta umhvn. (Tómas Ingi Olrich) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil einungis í framhaldi af þessu andsvari hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar taka það fram að ég sé ákveðna kosti við þetta frv. og þeir kostir lúta nánast eingöngu að eftirliti, rannsóknum og upplýsingagjöf um hina villtu dýrastofna. Ég sé hins vegar annmarka á frv. að því er varðar þessa aðferð sem er notuð til þess að nálgast vandann, grundvöllinn sjálfan. Ég finn það hins vegar að það er ekki sameiginlegur skilningur á þessu í þinginu. Ég mun láta mér nægja að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um frv. en ég endurtek að ég mun ekki leggja til að þessu frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.