Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 10:02:33 (7580)


[10:02]
     Petrína Baldursdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að ítreka að það gæti verið að það væru fleiri þingmenn hér í salnum sem vildu taka til máls þó starfandi umhvrh. væri ekki til staðar. Það er búið að gera ráðstafanir til að kalla starfandi umhvrh. hingað og hv. 8. þm. Reykn. er mjög umhugað um eins og hann kom hér inn á í upphafi síns máls að fá yfirlýsingu þess efnis að Alþingi samþykki flutning á veiðistjóraembætti til Akureyrar ef það verður gert. En það má geta þess að frv. sem slíkt fjallar ekkert um þennan flutning til Akureyrar. Það kemur hvergi fram í þessu frv. þannig að ég tel að þingmenn geti alveg ótrauðir haldið áfram með efnisumræðu málsins og það er búið að gera ráðstafanir til að hæstv. starfandi umhvrh. komi hér á staðinn.