Leikskólar

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 10:58:01 (7592)


[10:58]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ein af þeim frægu yfirlýsingum þess mæta manns Bjarna Benediktssonar var að lýðræði fælist í því að meiri hlutinn hefði rétt til að hafa rangt fyrir sér og undir það beygi ég mig. Meiri hluti Alþingis getur samþykkt hér hvaða vitleysu sem er í nafni lýðræðisins. Það liggur alveg ljóst fyrir. Ég stöðva ekki mál á þingi Íslendinga með einhverjum aðgerðum eða krefst þess að þau séu stoppuð. Meiri hlutinn hefur sínar leikreglur og fer eftir þeim og hann hefur rétt til þess að hafa rangt fyrir sér.