Leikskólar

154. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 11:22:32 (7601)


[11:22]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég hef fylgst hér með umræðu um þetta mál og þeim þingskjölum sem hafa komið úr hv. menntmn. Að mínu mati liggur málið þannig fyrir að hér er traustur meiri hluti og ákveðinn vilji að afgreiða þetta mál í því formi sem nefndin lagði til. Ég er þeirrar skoðunar að sú umræða sem hér hefur farið fram um ákveðna grein sem lýtur að kristilegu siðgæði og því að það sé reiknað með því að börn á leikskólum séu alin upp á grundvelli kristilegs siðgæðis hafi farið nokkuð úr böndunum og langt út fyrir það sem þessi lagagrein gerir ráð fyrir og hvet þess vegna til þess að málið verði afgreitt.