Áburðarverksmiðja ríkisins

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 16:31:09 (7660)


[16:31]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Auðvitað er það svo að það er ágætt að fá áætlanir frá forsetum um starfsemi þingsins um miðjan vetur og þá sé skráð hvenær eigi að ljúka hér störfum en mikilvægara er að fá að vita, þó ekki væri nema nokkra daga fram í tímann hverju sinni, hvernig forseti hyggst standa að þinghaldi og eins hitt hvort ætlunin er að halda hér áfram fundi því þá þykir mér eðlilegt að koma þeirri bón á framfæri að hæstv. fjmrh. verði viðstaddur og einnig hv. þm. Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárln. Alþingis vegna yfirlýsinga sem hann hefur gefið um sölu á ríkiseignum. Það er óhjákvæmilegt að viðveru þessara tveggja verði óskað. Enda veit ég ekki betur en að það gildi jafnt með viðveruna og skylduna til atkvæðagreiðslu að meðan þingfundur stendur eru þeir skyldugir að vera hér en geta ekki farið fram á að einhverjir örfáir sitji í salnum en aðrir séu í fríi. Það er ætlast til þess samkvæmt þingsköpum að allir þingmenn greiði atkvæði og sömu þingsköp gera ráð fyrir hinu atriðinu. Það er jafn vel prentað og jafnskýrt. Ég kem því þess vegna mjög ákveðið á framfæri að því verður ekki unað að þessir manna verði ekki við á eftir við framhald þessarar umræðu ef það er ákvörðun forseta að halda áfram fram eftir kvöldi.