Áburðarverksmiðja ríkisins

155. fundur
Laugardaginn 07. maí 1994, kl. 16:33:33 (7661)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill upplýsa að áætlun um störf dagsins mun vera sú að tvö mál verði rædd til þrautar í dag. Það mál sem hér um ræðir og 4. dagskrármál, Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.
    Varðandi hv. 7. þm. Norðurl. e. sé ég að hann mun ekki vera í húsinu né heldur hæstv. fjmrh. og mun forseti óska eftir að þessir tveir, hv. þm. og hæstv. ráðherra, komi til þings.
    Nú hefur hópur manna beðið um að ræða fundarstjórn.