Röð mála á dagskrá, afgreiðsla þingmála og viðvera ráðherra

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 10:43:46 (7686)


[10:43]
     Gísli S. Einarsson :
    Frú forseti. Ég vil mótmæla þeim ásökunum sem bornar eru á Alþfl. hér af hv. þm. Stefáni Guðmundssyni ( StG: Það á nú eftir að versna í dag.) og ég vil ræða þetta út frá því að almennir þingmenn Alþfl. hafa tekið þátt í þeim umræðum sem átt hafa sér stað um stjórnun fiskveiða í vetur. Ráðherrarnir hafa ekki verið í þeim umræðum ( ÓRG: Af hverju ekki?) þannig að það ætti að vera hægt að halda þeim áfram, hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson, þrátt fyrir þeirra fjarveru nú um stund og ég lít svo á þessi sífelldu upphlaup í upphafi þingfunda um stjórn forseta að ég álít það sem töf og lít ekkert á það öðruvísi.