Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 15:57:27 (7719)


[15:57]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Halldór Ásgrímsson) :
    Frú forseti. Á þskj. 1288 hefur verið flutt brtt. frá efh.- og viðskn. þar sem gert er ráð fyrir því að í stað þess að tiltekin séu ákveðin byggðarlög þangað sem dísilolíu er verðjafnað þá er ákveðið að bæði bensíni og dísilolíu sé verðjafnað á alla útsölustaði í byggð. Þar af leiðandi er ekki lengur nauðsynlegt að telja upp einstaka staði og því hefur sú upptalning verið felld brott.
    Einnig er flutt brtt. um það að í stað orðsins ,,verslunarstaður`` komi útsölustaðir. Sú brtt. hefur verið flutt af efh.- og viðskn. og er til samræmis við þessa breytingu, þ.e. að verðjöfnunin nær til allra útsölustaða, en ef olía er flutt frá útsölustöðunum og annað þá nær verðjöfnunin ekki til þeirra flutninga.
    Um þetta mál er fullt samkomulag í efh.- og viðskn. og mælir nefndin með því að þessar brtt. verði samþykktar og frv. þannig breytt verði afgreitt hér á Alþingi.