Áburðarverksmiðja ríkisins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 17:21:13 (7736)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Andsvörum er lokið. ( Landbrh.: Hvað?) Andsvörum er lokið, sagði forseti. ( Landbrh.: Fæ ég ekki að svara?) Hæstv. ráðherra hefur þegar notað rétt sinn til svara. ( Landbrh.: Ég var ræðumaður í þessu tilviki. Það voru andsvör við mína ræðu . . .  ) Hæstv. ráðherra til upplýsingar eru þingsköp þannig að sá sem veitir andsvar hefur rétt til að tala tvisvar og ræðumaður tvisvar. ( Landbrh.: Ég hef ekki talað nema einu sinni.) --- Þetta er alveg rétt hjá hæstv. ráðherra. Ég bið afsökunar á þessum misskilningi. Hann á rétt á að svara aftur.