Áburðarverksmiðja ríkisins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 17:41:07 (7741)


[17:41]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tók eftir því að hv. þm. tók skýrt fram að það væri enga framtíð að sjá hjá því fólki sem ynni í Áburðarverksmiðjunni né fyrir rekstur hennar. Það er auðvitað rétt að það eru blikur þar á lofti, það er verið að reyna að vinna að því að finna frekari rekstrargrundvöll eða möguleika til að halda rekstrinum áfram eða fitja upp á nýjum hlutum. Það er mikilvægt að þessi breyting nái fram að ganga til þess að skriður geti komist á þetta verk.