Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 15:15:58 (7833)


[15:15]
     Petrína Baldursdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel mig hafa rætt um málin eins og mér finnst að eigi að ræða um mál, málefnalega, benda á og reyna að grafast fyrir um það hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Er einhver leið til úrbóta? Þannig tel ég mig hafa talað hér. Það kann vel að vera að eitthvað í mínum málflutningi hafi verið svipað og í öðrum ræðum sem hér hafa verið fluttar í dag og ekkert nema gott um það að segja. Við erum þá sammála um eitthvað.