Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 16:06:13 (7847)



[16:06]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Það er að sjálfsögðu ekkert óeðlilegt að hæstv. ráðherra kæmi aðdáun sinni á forseta á framfæri bæði hér í ræðustól og eins einslega, ég hef ekkert við það að athuga. En ég hélt að hæstv. ráðherra hefði þingskyldur líka og væri nú hérna í þinghúsinu annað slagið, ekki bara af áhuga á að horfa á forsetann og fylgjast með, heldur einnig vegna þeirrar skyldu sem hann hefur að gegna fyrir íslenska þjóð, en mér er ljóst að það er misskilningur.