Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 17:33:38 (7874)


[17:33]
    Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hvað heldur hv. þm. að mikið af þeim 40 milljarða útlánatöpum bankanna megi rekja til framsóknaráratugarins og hvað telur hv. þm. að það hafi dregið mikið niður lífskjör í landinu? ( ÓRG: Hvað var Alþfl. lengi í ríkisstjórn á þessu tímabili?) ( StG: Meðan skuldastaða heimilanna hefur versnað um 130 millj. frá því að Alþfl. . . .  )
    ( Forseti (GHelg) : Má ég biðja hv. þm. að hætta að skiptast á skoðunum úr sætum.)