Þróunarsjóður sjávarútvegsins

158. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 14:34:07 (7965)


[14:34]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Það læðist nú að mér sá hrollkaldi grunur að einn og einn maður sé ekki alveg með það á hreinu hvað verið er að greiða atkvæði um. Ég tel að það orðalag á þátttöku Þróunarsjóðs í verkefnum erlendis sem lagt er til í fyrri málslið brtt. sé betra en það sem fyrir er í frv. því það er útvíkkað það hlutverk sem Þróunarsjóðurinn getur samkvæmt brtt. gegnt í þátttöku í verkefnum erlendis og því erum við að sjálfsögðu fylgjandi. En í seinni málsliðnum er hins vegar fellt út úr heimildum sjóðsins að hann megi veita styrki til þátttöku í slíkum verkefnum. Það tel ég afturför. Þess vegna er ekki um annað að ræða en að skipta atkvæðagreiðslunni upp í tvennt, styðja fyrri málsliðinn en greiða atkvæði gegn þeim seinni.