Lífeyrissjóður sjómanna

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 15:22:11 (7978)




[15:22]
     Guðrún Helgadóttir (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Mér er ljúft að skýra það að ég á sök á þessari breytingu. Þannig stendur á að ég þykist hafa staðið mína vakt hér hverja stund vikum saman en svo stendur á að mér er nauðugur einn kostur að vera fjarverandi milli klukkan fjögur og hálfsex og þess vegna fór ég fram á það við hæstv. forseta að fá að ræða ögn við hv. 5. þm. Norðurl. v. um frv. til laga um Lífeyrissjóð sjómanna. Ég á ekki von á að um það verði mikil umræða og skal reyna að stytta mál mitt sem mest má verða. Ég þakka hæstv. forseta að verða við þessari beiðni. ( HG: Ég tek tillit til þess.)