Lífeyrissjóður sjómanna

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 16:46:32 (7992)


[16:46]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg hugsanlegt að hægt sé að setja málin upp með þeim hætti sem hv. 16. þm. Reykv. gerði en þá legg ég til að umræðunni verði frestað og í nafni sjómanna, hagsmuna sjómanna og Lífeyrissjóðs sjómanna, verði umræðunni frestað og hafnar viðræður þegar í stað við hæstv. fjmrh. um að tryggja þá fjármuni sem nauðsynlegir eru í þessu skyni. Ég er reiðubúinn til þess að styðja hv. þm. í þeim efnum ef hann vill taka hagsmuni sjómanna fram yfir hagsmuni Sjálfstfl. Vill hv. þm. taka hagsmuni sjómanna fram yfir hagsmuni Sjálfstfl.? Það er spurningin sem ég ber fram. Er þingmaðurinn tilbúinn að beita sér fyrir því að umræðunni verði frestað og þessir fjármunir sóttir í fang hæstv. fjmrh.? Eða hvað?