Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 18:53:13 (8023)


[18:53]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það er alveg óumdeilt að sérstaða Vestfjarða er þó nokkuð mikil í þessum málum. Ég hef gagnrýnt það hvernig þetta frv. er fram sett. Það eru á því stórir ágallar og ég gerði grein fyrir því í 1. umr. Það hefur lítið breyst frá því að það var lagt fram. Ég hef þess vegna ekki greitt atkvæði með öllum greinum þess þar sem mér finnst á skorta að eðlilega sé að málum staðið. Ég hef einnig greitt atkvæði með þeim breytingartillögum sem gera ráð fyrir því að slík aðstoð nái til annarra svæða á landinu þar sem svipað er ástatt. En að öllu þessu skoðuðu þá tel ég að það sé nauðsyn að þetta mál nái fram að ganga og þess vegna segi ég já.